Biobag - Lífrænir maíspokar

Sjá PDF skjal


Eyðast við jarðgerð á nokkrum vikum Lífrænir maíspokar

Pokarnir frá Bio Bag eru gerðir úr lífrænu efni sem brotnar auðveldlega niður í náttúrunni.
Þeir eru notaðir við söfnun á lífrænum úrgangi um víða veröld.

Biobag fyrirtækið hóf framleiðslu poka úr lífrænum efnum árið 1993 samhliða annari framleiðslu.

Árið 1997 tóku núverandi eigendur við og settu fyrirtækinu háleitt markmið:
“Að verða leiðandi fyrirtæki í framleiðslu, sölu og markaðssetningu á umbúðavörum úr niðurbrjótanlegum efnum.”

Þetta hefur tekist og nú er BioBag í fremstu röð á sviði framleiðslu og sölu á þessum vörum úr lífrænum efnum um allan heim.

Staðlar

Til þess að standast evrópska staðla (EN13432 og EN 14995) þurfa efnin að brotna niður að lágmarki 90% innan 6 mánaða. Bio Bag stenst þessa staðla og auk þess flesta ameríska, asíska og ástralska staðla, en óháð gæðamatsfyrirtæki staðfesta eftir prófanir hvort vörur standist kröfur.

Jafnvel blekið í áprentun BioBag pokanna stenst þessa umhverfisstaðla.

Lífrænir pokar!

Hafnarbakki – Flutningatækni ehf flytur inn lífrænu pokana frá Bio Bag en þeir eru einkum notaðir við söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til endurvinnslu (moltugerðar).

Pokarnir eru frá 8 lítrum upp í 240 lítra að rúmmáli og henta í alls konar ílát innan dyra sem utan.

Lífrænir hundapokar

Hafnarbakki – Flutningatækni selur einnig poka fyrir hundaskít úr niðurbrjótanlegu efni frá Bio Bag. Notkun þeirra er mun vistvænni en notkun venjulegra plastpoka.

Víða erlendis leggja sveitarfélög til sérstök ílát fyrir hundaskít við helstu göngustíga. Mörg þeirra gera kröfu um að eingöngu lífrænir pokar séu notaðir í þau ílát.

 

Smelltu til að stækka
Fleiri myndir